Fréttir

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025. Opnunardagur tilboða er áætlaður þann 6. mars næstkomandi en verkinu í heild skal lokið 1, júlí 2025.
Meira

Ómótstæðilegir saltfiskréttir | Matgæðingur Feykis

Hjördís Stefánsdóttir, systir Ómars Braga, tók mjög ánægð við áskoruninni um að vera næsti matgæðingur Feykis og deilir hér mjög góðum uppskriftum með áskrifendum sem birtust í tbl. 38, 2024. Hjördís er að sjálfsögðu fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Meira

Fortíð og nútíð mætast í nýjum kórverkum fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Tónlistarkonan Sigurdís Tryggvadóttir frá Ártúnum í Blöndudal hefur samið og útsett tvö ný kórverk fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. Verkin eru við ljóð Jónasar Tryggvasonar sem var afabróðir Sigurdísar. Jónas stjórnaði kórnum í sjö ár og samdi og útsetti mörg lög fyrir kórinn, þar á meðal Ég skal vaka, hans þekktasta verk.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 100 ára

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps verður hvorki meira né minna en 100 ára í ár og má segja að kórinn sé að hefja sannkallað afmælisár. Fyrstu tónleikar tilefnisins verða haldnir í Blönduóskirkju þriðjudaginn 25. febrúar nk. og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.
Meira

Viðurkenningar veittar á aðalfundi Félags kúabænda í Skagafirði

Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði 2025 var haldinn 27. janúar sl. á Kaffi Krók. Vel var mætt á fundinn að venju og voru gestir fundarins að þessu sinni Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands og Rafn Bergsson formaður Nautgripadeildar BÍ. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur og urðu örlitlar breytingar í stjórn.
Meira

Gísli Þór Ólafsson látinn

Skagfirðingurinn Gísli Þór Ólafsson, skáld og listamaður, lést þann 11. febrúar síðastliðinn eftir snarpa en ójafna veikindabaráttu. Hann var 46 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og lítinn dreng.
Meira

Góður gangur í vinnu við slit byggðasamlaga

Húnahornið segir frá því að á fundi byggðarráðs Húnabyggðar í síðustu viku var lögð fram stöðuskýrsla KPMG þar sem fjallað er um slit þriggja byggðasamlaga, þ.e. um atvinnu- og menningarmál, tónlistarskóla og félags- og skólaþjónustu.
Meira

Katelyn og Súsanna náðu ágætum árangri

Um helgina fór Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum fram í Laugardalshöllinni og var hörkuþátttaka á mótinu frá frjálsíþrótta-félögum um allt land. Það voru ÍR-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar í stigakeppni félagsliða og hlutu 353,5 stig, FH-ingar urðu í öðru sæti með 299 stig og HSK/SELFOSS í því þriðja með 238 stig.
Meira

Risarækjupasta og eplakaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 37, 2024, voru Kristveig Anna Jónsdóttir og Atli Jens Albertsson. Kristveig er fædd og uppalin á Sauðárkróki og starfar sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Atli Jens er fæddur og uppalinn á Akureyri og er Þórsari í húð á hár. Atli starfar sem málari hjá Betri Fagmenn ehf. og eru þau búsett á Akureyri ásamt börnum tveim þeim Hilmi Breka og Ýr.
Meira

Garðbæingar lögðu lið Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar spilaði um helgina fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum og var spilað á Samsungvellinum í Garðabæ. Andstæðingurinn var lið KFG sem spilar í 2. deildinni í sumar líkt og lið Húnvetninga. Garðbæringarnir reyndust sterkari á svellinu í þetta skiptið og unnu 4-1 sigur.
Meira